29.9.2008 | 12:07
Skýringar
Vegna athugasemda er rétt að eftirfarandi komi fram:
1. Ég treysti mér því miður ekki til að taka við myndaframlögum. Þær myndir sem birtast hér eru teknar af mér og fólki sem ég þekki og treysti.
2. Það er vissulega rétt ábending að okkur getur öllum orðið á. Hitt er að þær myndir sem birtast hér sýna leti, heimsku, kæruleysi, tilllitsleysi og yfirgang - stundum allt af þessu saman - sem auðveldlega má komast hjá með smá hugsun. Hversu erfitt er það t.d. að hagræða bílnum sínum örlítið í stæðinu þegar maður stígur út og sér að hann tekur tvö stæði?
3. Eitt af því sem veldur þessu agaleysi í umferðinni, og eftirlátssemi við letina og heimskuna í okkur sjálfum, er linkind og eftirlitsleysi lögreglunnar. Fólk deyr í umferðinni af því aðrir fara ekki eftir reglunum - t.d. bý ég við 30 km götu þar sem iðulega er ekið á 50-80 km hraða. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar íbúanna gera lögregla og borgaryfirvöld ekkert. Við vitum vel að það verður ekki fyrr en búið er að limlesta eða drepa einhvern í götunni að loksins verður e-ð gert.
Eina leiðin til að veita aðhald er að sýna bílnúmerin og vona að viðkomandi læri sína lexíu. Vonandi felst líka forvörn í því að við hin vöndum okkur betur og sýnum öðrum tillitssemi á bílastæðum, sem og í umferðinni. Ég reyni að vera aðeins betri og tillitssamari ökumaður í dag en í gær. Stundum tekst það, stundum ekki, en ég er alltaf að reyna!
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 12:11 | Facebook
Athugasemdir
Reyndar er eitt sem þú tekur ekki fram. Stundum hefur einhver snillingur lagt í tvö bílastæði þannig að eina leiðin fyrir þig er að gera slíkt hið sama. Þannig á myndunum er kannski ekki alltaf hægt að segja hvort það sé afleiðing af einhverjum öðrum bíl eða ekki.
Egill M. Friðriksson, 29.9.2008 kl. 23:55
magnað blogg...ánægður með þig. Hef oft hugsað það sama og hafði hugsað mér að útbúa miða sem hægt væri að nálgast á bensínstöðvum frítt til að hafa í bílnum og setja á rúðuna í hvert sinn sem maður sér svona. Átti það til þegar maður var yngri og latari að leggja ekki vel, en hef alveg vanið mig af þeim ósið sem og fleirum. Batnandi manni er best að lifa,
Himmi
Hilmar Ingimundarson, 30.9.2008 kl. 07:43
Kannski þið ættuð að panta þetta?
Jón Ragnarsson, 30.9.2008 kl. 12:21
Þetta er flott hjá þér. mæli með að þú farir á mánudagskvöldi niður í Laugar kl17:00-18:00 þá eru svo margir sem leggja asnalega maður verður alveg***f*s*f.
Ágúst Malmkvist Árnason, 3.10.2008 kl. 16:46
Skemmtilegt framtak. En af hverju þorirðu ekki að gera þetta undir eigin nafni. Það er yfirleitt hálf lélegt finnst mér. Eiginlega álíka lélegt og kunna ekki að leggja. Ef ég er í ruglinu og það kemur einhvers staðar fram hver þú ert það biðst ég afsökunar á þvælunni.
Árni Torfason, 3.10.2008 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.