Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

gott framtak, en......

Daginn, þetta er flott framtak hjá þér, og þú átt hrós fyrir. Ég vil hensvegar segja þetta, sem ökumaður sem á stóran bíl, að bílastæði er sjaldan hönnuð með meira en Yaris í huga lyggur mér við að segja. Það er því miður þannig, að stundum (og oftast) þarf maður 2 stæði, og stundum 4 vegna lengdar á bílnum. Ég bjó í USA um tíma, og ók um á eins bíl og ég er á í dag, og aldrei nokkurntíman þurfti ég að taka meira en eitt stæði, enda hafa arkitektar smá vit þar, og hann stæði eftir öðrum stöðlum en hér. kv Magnús

Magnus (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 16. des. 2008

Flott

Flott framtak, meira svona! Ég sakna þess þó að sjá fleiri myndir af bílum sem leggja uppi á gangstétt og hindra þannig för gangandi fólks (þar á meðal barna), sem oft þarf að víkja út á götu til að komast framhjá. Það finnst mér vera grófara heldur en að taka tvö stæði og bera vott um meiri heimsku, yfirgang og dónaskap.

HG (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 7. okt. 2008

kristó

fólk er fífl

kristo (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 4. okt. 2008

Guðmundur Fjalar Ísfeld

TAKK!

TAKK, TAKK, TAKK, TAKK, TAKK... Var farinn að halda að ég væri einn um þetta. Takk fyrir að hleypa smá vonarneista inn í pirrað líf mitt.

Guðmundur Fjalar Ísfeld, lau. 4. okt. 2008

Himmalingur

Góóððurrr!!

Skratti gott framtak!!!!!

Himmalingur, fös. 3. okt. 2008

Góð síða

Áhugaverðasta blogg sem ég hef séð í nokkurn tíma núna. Vonandi heldur þú áfram á þessari braut. Þú og þínir félagar.

Birkir Viðarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 2. okt. 2008

Gott framtak.

Síminn minn er að verða fullur af myndum af þessu tagi, sem ég hef tekið. Verst að eiga ekki mynd af leigubílstjóranum, sem neitaði að fara úr stæði fatlaðra við Glæsibæ þegar fötluð kona ætlaði að leggja þar bíl sínum. Sagði að hún yrði bara að bíða þangað til farþegi hans kæmi.

Bjarni (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 29. sept. 2008

Ingibjörg Stefánsdóttir

Sammála

Sérstaklega er óþólandi þegar bílum er lagt á gangstétt eða í stæði fyrir fatlaða.

Ingibjörg Stefánsdóttir, mán. 29. sept. 2008

Gott framtak....

....ég hef of stungið skilaboðum undir rúðuþ. á bjálfum sem leggja heimskulega, þarft að gefa upp e-mail svo hægt sé að senda myndir

Arnbjörn (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 24. sept. 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband