Skýringar

Vegna athugasemda er rétt að eftirfarandi komi fram:

1. Ég treysti mér því miður ekki til að taka við myndaframlögum. Þær myndir sem birtast hér eru teknar af mér og fólki sem ég þekki og treysti.

2. Það er vissulega rétt ábending að okkur getur öllum orðið á. Hitt er að þær myndir sem birtast hér sýna leti, heimsku, kæruleysi, tilllitsleysi og yfirgang - stundum allt af þessu saman - sem auðveldlega má komast hjá með smá hugsun. Hversu erfitt er það t.d. að hagræða bílnum sínum örlítið í stæðinu þegar maður stígur út og sér að hann tekur tvö stæði?

3. Eitt af því sem veldur þessu agaleysi í umferðinni, og eftirlátssemi við letina og heimskuna í okkur sjálfum, er linkind og eftirlitsleysi lögreglunnar. Fólk deyr í umferðinni af því aðrir fara ekki eftir reglunum - t.d. bý ég við 30 km götu þar sem iðulega er ekið á 50-80 km hraða. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar íbúanna gera lögregla og borgaryfirvöld ekkert. Við vitum vel að það verður ekki fyrr en búið er að limlesta eða drepa einhvern í götunni að loksins verður e-ð gert.

Eina leiðin til að veita aðhald er að sýna bílnúmerin og vona að viðkomandi læri sína lexíu. Vonandi felst líka forvörn í því að við hin vöndum okkur betur og sýnum öðrum tillitssemi á bílastæðum, sem og í umferðinni. Ég reyni að vera aðeins betri og tillitssamari ökumaður í dag en í gær. Stundum tekst það, stundum ekki, en ég er alltaf að reyna!


VX 116 og ZR 258 í Hamraborginni í Kópavogi

Þarna er alltaf erfitt að fá stæði og því er afar gremjulegt þegar snillingarnir leggja bílunum sínum svona:

 VX116Hamraborg

 Eða svona:

ZR258Hamraborg

Það skal ítrekað að sumar myndir eru úr safni okkar og því þarf ekki að vera sami eigandi að bílunum núna.


Þessi er sama sinnis!

KJ 832 var líka við Smáralindina að fækka bílstæðum, en var ekki eins nákvæmur - eða eins ákveðinn - og hinn.

KJ832


Greinilega allt of mörg bílastæði við Smáralindina ...

... og ökumaður NX 898 ákvað að leggja sitt að mörkum til þess að fækka þeim um helming - strax!

NX898


Meira af gangstéttum ...

... en eins og allir vita eru þær til þess að Ég þurfi ekki að leggja innan um pöpulinn á götunni. Hér er LM 458

LM458


Litli og stóri bróðir

Þetta er KD 059, en það á að vera augljóst að það er ekki við hæfi að leggja svona fínum heimskautajeppa á jafnsléttu ...  

KD059gangstett

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er litli bróðir hans, en allir vita að þeir litlu reyna að vera eins og þeir stóru!

ZP762gangstett


Hola í höggi? Nei ...

Nei aldeilis ekki! Þessi mynd er tekin fyrir framan samnefnda golfverslun í Kópavogi. Er ekki svolítil bjartsýni að halda að maður ráði við holu í höggi á golfvellinum þegar maður hittir svona illa á STÓRT bílastæði?!

Holen1


Ein sígild

Tekin f. nokkrum árum hjá BYKO í Kópavogi. Þetta sé ég stundum þar, en þetta er ein af þeim búðum sem bjóða nóg af stæðum. Þegar myndin var tekin voru laus stæði örfáum metrum frá, en allir vita að þetta fatlaða lið getur bara rúntað um bílastæðin þar til ÉG er búinn að versla og kem aftur út!

JK514


ZX 234

Til hvers í ósköpunum ætti maður að kunna muninn á hægri og vinstri, eða kunna að leggja í stæði, þegar maður á svona stóran og fínan jeppa? Ég held nú þessir asnar á götunni geti bara beygt frá!

ZX234


PJ 008 í stæði fyrir fatlaða

Fulltrúi minn var hjá VR húsi HÍ í janúar s.l. Nóg af lausum stæðum, en unga, spræka stúlkan sem ók bílnum var ekki á því að ganga nokkrum metrum lengra en nauðsynlegt var.

PJ008


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband